Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

laugardagur, nóvember 20, 2004

hæ hæ allir saman...

Ég vil byrja á því að þakka fyrir vel heppnaða og meiriháttar skemmtilega ferð til Kóngsins Köben þar sem tekið var á móti okkur með pompi og prakt á Baldursgötunni. Eins og Doddi skýrði svo réttilega frá þá tók kvenþjóðin á því í innkaupum á Strikinu og ekki laust við að erfitt hafi verið að kúpla sig niður við heimkomu en maður reynir nú samt..... komm on það eru nú samt að koma jól.... :)
Það er skemmst frá því að segja að spenningurinn yfir því að hitta litla grísinn sinn aftur var nánast óbærilegur og voru endurfundirnir mjög sniðugir. HB var mjög hissa þegar hún sá okkur fyrst en svo slaknaði ekki á brosinu og gleðinni það sem eftir lifði dags, mjög gaman.

Annars erum við bara að komast aftur í gírinn hérna á klakanum og ef einhver var að kvarta undan kuldanum í Köben þá bara...... Það er búið að vera svívirðilega kalt hérna, hefur ekki verið eins kalt í hundrað ár, HUNDRAÐ ÁÁÁÁÁÁRRRRR, ojbarasta. Og til að toppa allt saman þá fékk ég mér eitt stykki gubbupest í gær (föstudag) en hún er nú að molna úr mér núna :( Og nú er hann Halli minn alveg viss um að hann sé kominn með gubbuna, samt ekkert búinn að gubba blessaður......

Jæja ég hlakka mjög til næstu Matskákar og hlakka líka mjög til að fá litlu baunirnar mínar aftur á klakann :)

Bestu kveðjur frá Hörpu Halla og Halldóru Björgu

1 Comments:

Blogger Doddy said...

Vorum ad kaupa tølvu...Jibbi. Styttist od-fluga thar tl Valan kemur heim og thå verdur tekid å fløskunni herna uti, einn og laus og lidugur hehehehehe....

7:32 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home