Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, júní 26, 2005

Fréttaþyrst stúlka í útlöndum

Hæ hæ öllsömul. Ég man hvorki notendanafnið eða lykilorðið mitt svo ég er að skrifa undir Dodda nafni, en þetta er semsagt frá mér, Valgerði.
Mig langar bara svo rosalega að frétta eitthvað af ykkur elskurnar mínar. Hvað eruð þið að bardúsa þessa dagana? Hvernig gengur með brúðkaupsundirbúninginn, Þorri og Árdís? Á ekki að gæsa og steggja þau allsvakalega? Það er óðum að styttast í að við komum til Íslands og ég hlakka alveg rosa mikið til. Vonandi að við getum verið eitthvað saman og grillað og skemmt okkur eins og okkur einum er lagið. Komum 22.júlí og förum heim 22.ágúst svo við höfum nógan tíma. En endilega sendið mér smá fréttir, mér finnst ég alveg lost hvað ykkur matskákinga varðar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir þetta Hrafn minn og INNLEGA TILHAMINGJU MEÐ PRÓFIÐ ÞITT. Ég hlakka til að koma og knúsa þig á afmælisdaginn. Já há ég er sko með þetta á hreinu. Flott að þú sért byrjaður að spila og sparka. Duglegur strákur.
Kveðja Valgerður.

4:24 e.h.

 
Blogger Árdis said...

hæhæ
Allt gott að frétta af okkur hjónaleysunum :) Erum að reyna að myndast við að skipuleggja brúðkaupið og það gengur bara vel, jájá eða e-ð....
Okkur bráðvantar reyndar heimilisfangið hjá ykkur Danmerkurbúum, það væri fínt að fá upplýsingar um það.
Þorri er í Skálholti þessa viku svo ég er bara ein í kotinu (eða hjá mömmu og pa)- svo er ég bara alltaf að vinna svona annað slagið, er reyndar í fríi á morgun - veit eiginlega ekkert hvað ég á af mér að gera!!! Æi ég geri bara e-ð en örugglega geri ég bara ekki neitt, ég er best í því!!
Ég hlakka rosa til að sjá ykkur Danmerkurbúar í sumar - og bara bráðum :)
´Það var Matskák á sunnudaginn síðasa og það var algjör sschnillllld!!! ser skemmtilegt!!!

Ogjá við erum búin að plana atriði á menningarnótt - best að tjá sig samt ekki um það á opinberum
miðli....:)
Jæja, ég ætla að fara að gera ekki neitt:)

5:53 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Dísa skvísa og takk fyrir þetta innlegg. Það er alltaf svo gaman þegar maður hefur nákvæmlega ekkert að gera, njóttu þess. Heimilisfangið okkar er
Sankt Jørgens alle 3 4.t.v.
1615 København V
Danmark
Eigum við semsagt von á einhverjum skemmtilegum pósti á næstunni?

5:25 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home