Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Lóan er komin og allt það...

Sælt veri fólkið til sjávar og sveita.
Það er að bresta á með gargandi vori hér í borg kaupmannanna og við hjúi höfum verið á faraldsfæti þessa helgina. Hjólin hafa verið í stífri notkun að dönskum sið og við ansi útitekin og sælleg.
Laugardagurinn var tekinn snemma og hliðargötur Striksins þræddar í leit að hagstæðum kaupum. Það skilaði sér í kaupum á eitt stykki skyrta, eitt stykki kjóll, tvö stykki Pizza slice og kók og bjór. Sólin var ekkert að fela sig og það var yndichleght að skipta á húfunni og þykku úlpunni fyrir sólgleraugun og sumarjakkann.
Mæli með Der Undtergang (rétt stafað, hef ekki hugmynd). Rosaleg mynd sem sannar að Þjóðverjar eru meira en Rammstein og Derrick.
Sunnudagurinn var svona meiri útivistardagur. Hjóluðum niður í Valbyparken með nestistöskuna (algjör snilld þessi taska) og fengum okkur danskt bakkelsi og kakómjólk. Fundum hól sem var alveg góður 5 metrar og breiddum úr okkur á honum og horfðum yfir til Svíþjóðar. Hjóluðum svo niður í miðbæ og settumst niður í Rosenborg-garðinum og svo fór Vala á kóræfingu.
Það er í mínum verkahring að elda kvöldmatinn og ég er að spá í einhverju einföldu, tortillas með kjúklingi til dæmis...
Er ennþá að reyna að venjast þess með sumartímann, hvað á það að þýða að breyta bara allt í einu klukkunni svona einn, tveir og þrír.

1 Comments:

Blogger Þorri said...

Lóan lét víst sjá sig hér um daginn, en ég hugsa að hún hafi forðað sér hið snarasta. Ætli hún hafi ekki bara farið til Köben? Hér er allavega síðbúinn hávetur með nístandi kulda og öllu sem því fylgir, brrrrr.....
Þessa dagana er ég að taka þátt í óperustúdíói á vegum Íslensku óperunnar og Listaháskólans sem er svakalegt stuð. Ég er niðrí óperu ca. 4-6 tíma á dag og verð það næsta mánuðinn. Hrikalega gaman að taka þátt í e-u svona alvöru, því þetta er soldið mikið alvöru og það er gott. EN nóg af bullinu í mér. það er annars allt mjög gott að frétta af okkur skötuhjúunum og undirbúningur fyrir Ítalíuför sumarsins í full swing.... bið að heilsa yfir hafið og hafið þið það nú gott í góða veðrinu ;-)

1:26 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home