Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, september 13, 2006

Flensa....

Þá er haustflensan búin að ná tökum á manni, enda lægð yfir landinu og veðrið viðbjóður eftir því...
En maður verður nú að horfa jákvætt á hlutina, það er nú ekki alla daga sem maður getur leyft sér að hanga innandyra í leiðindaveðri og lesið góða bók eða horft á eitthvað í sjónvarpinu sem skilur ekkert eftir sig.....

Sendi annars hugheilar kveðjur til allra skákara nær og fjær og óska þess að flensudraugurinn nái ekki í skottið á ykkur....

3 Comments:

Blogger Harpa said...

Ha ! Ha! Ha! Hér kunna menn ekki einu sinni að bera fram flensa ! Hvað þá að bera hana frammmmm á mannnn !! Hér er eilíft sumar og GLEEEEEÐI !! (Voða jákvæður eitthvað í dag) Leiðinlegt með flenskuna enskulegi matskákingur e... hikk... hvaða hell... heyrðu annarss... he, he he,... Hva.....
zzz hh hh .. . . . zz z z z z . . .
Berrrassaðar kveljur úr Bellju... hikk

7:44 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Já, ég var eitthvað búinn að heyra um slæma tíð á Klakanum Kalda. En það verður að segjast eins og er að blíðan hér á meginlandinu er ósköp YNDICHLEGH... Hér er lítið um flensur en þeim mun meira um ofþornun, sólbruna og sólsting. Já aumingja við, höfum það skítt í þessu síðbúna sumarveðri.
Vona að þú náir þér af flensunni, láttu doktor Pshyco dekra við þig.

9:17 e.h.

 
Blogger anna said...

oj...
en ömurlegt með flensuna - vona að þú jafnir þig sem fyrst.
Annars er kuldakast hérna hjá okkur í San DIego; það þýðir að það er "bara" um 25-27 stiga hiti á daginn - æjæjæjæjæj (tíhíhí...:) Annars er bara sól og gleði og geðveiki í skóla... mér sýnist ástandið hjá okkur vera eitthvað svipað og í efstu færslunni hér, nema hér höfum við ekkert áfengi um hönd aðeins alltof þykkar bækur og of lítinn tíma.

11:51 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home