Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, mars 05, 2007

Hvað er málið!???

Er ekkert sem manni getur dottið nýtt í hug - er búið að gera allt?
Er njósnað um okkur - hvað er um að vera???

þið VERÐIÐ að kíkja á þetta

ég hélt ég myndi fríka út

Annars bara allt gott:)

8 Comments:

Blogger Doddy said...

Hvernig í ósköpunum fannst þú þetta... Átt þú ekki að vera að læra ?
Annars mjög gott að skákin sé komin á annað tungumál.
Hvernig væri svo að senda manni eins og eitt stykki boð um að vera með á þessari síðu því ég er greinilega búinn að klúðra þessari innskráningu hjá mér algjörlega og get þess vegna ekki skrifað rassg...
Vona annars að þið hafið það sem best á Mosfelli.
Kveðja frá Herlev

6:00 e.h.

 
Blogger anna said...

Já, það þykir mér nokkuð ljóst orðið að innan okkar vébanda og lokaða klubbs matar, leynist uppljóstrari og svikari. Hvernig getur staðið á því ? Inntökuskilyrði eru með þeim strangari sem gerast í hörðustu leyniþjónustum og maður þarf að vera ný manneskja, í orðsins fyllstu merkingu, fædd af matskákum, til að hljóta inngöngu í þennan klúbb. Hvar liggur hundurinn grafinn í þessu máli ? Hvar er hundurinn ? (Hver var að tala um hund???).

Ég legg til að matskákar um heim allann líti sér nærri og reyni að komast að því hvort að einhverjir nánir (eða áhangendur yfir höfuð) séu líklegir til að vera að soga upplýsingar frá okkar óendanlega gnægðarbrunni húmors og fyndni. Og hvort að verið geti að heimili okkar séu víruð nýjustu tækni til eftirlits !

Við verðum nú að fara að taka hlutverk okkar alvarlega og hætta að gantast í öðru fólki, hætta að missa útúr okkur hnittin komment um matarklúbbinn sem allir vilja komast í. Nú verðum við að standa öll sem eitt vörð um okkar merkilega matarfélag og gæta þess að enginn, ENGINN, fái af því smjörþeyf hvað þar fer fram.

Einnig legg ég til að einn meðlimur matarklúbbsins matskákar (hins eina sanna, ekki neins vonabí klúbbs) verði tilnefdur til þess að læra pólsku (eða hvaða tungumál sem þetta er nú) svo okkar fólk geti farið að standa almennan vörð um okkar mál og þar með okkar réttlæti til að vera hinn eini sanni heimsklúbbur matskák í friði.

Ég þakka áheyrnina,
Frú Jolla

1:29 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála, Þorvaldur er maðurinn í þetta verkefni.

7:40 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Er Þorri ekki pólskur ?

12:55 e.h.

 
Blogger anna said...

aha... þú segir nokkuð... (,")

7:51 e.h.

 
Blogger Þorri said...

Er búinn að skrá mig í pólzku fyrir byrjendur á vegum pólzk-ízlenzka átthagafélagsins. Ég fæ víst 18 mánaða námskeið hjá pólzka þjóðdansafélaginu í kaupbæti, spurning hvernig það nýtist mér til að lesa í rúnirnar.....;-)

8:26 f.h.

 
Blogger Doddy said...

Erum pólsk-íslenska tímabilið að leysa þýsk-íslenska tímabilið af hólmi ?
Hvernig segir maður Zehr guud á pólsku...

12:33 e.h.

 
Blogger Halli said...

ég er í pólsk íslenska ríkjasambandinu ... en hvernig bloggar maður hér eiginlega, getur einhver hjálpað MÉR !!!

7:08 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home