Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Fréttir frá Danmörku

Af okkur er allt gott að frétta.
Litli terroristinn okkar er komin á fullt span og nú fær ekkert að vera í friði lengur. Ótrúlegt hvað það er mikil óreiða í kringum svona lítil börn. Hún togar í og nagar allar snúrur, treður hendinni inn í vídeótækið og togar í borðdúkana. Í dag tók hún þvílíkan tremma í barnavagninum þegar ég var að reyna að svæfa hana, grét og öskraði svo glumdi í öllu. Ætlaði sko fjandakornið ekki að fara að sofa, no way papa. Ekki skaplaus með öllu.
Ég er byrjaður að vinna aftur og það er þvílík næs því það eru öll börnin meira og minna í sumarfríi. Kláraði þjálfaranámskeið um helgina og er þar með löglegur hnefaleikaþjálfari.
Annars allir hressir og kátir.
Kær kveðja til Matskákinga nær og fjær,
Doddy, Valgerður og Sylvía

1 Comments:

Blogger HarpanogHallinn said...

Til lukku með þjálfaraprófið og til hamingju með litla terroristann það er gaman að uppgötva þetta. Skemmtið ykkur vel við að passa, snúrur, vasa, veski, lykla, vídeó, plötur, diska, glös og allt.

12:43 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home