Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, desember 04, 2006

til hamingju matskak !! Nyr meðlimur !!

Jebb, ég vill taka það að mér fyrir hönd matarklúbbsins Matskák og fyrir hönd verndara klúbbsins herr Fiskspiel, Fisher Fiskspiel að bjóða velkominn, í afar lokaðann hóp matskákar, nýjan meðlim. Stúlka ÞórðarogValgerðardóttir, vertu velkomin í hóp taflmanna.

Til hamingju Valgerður og Doddy, vinir okkar og taflfélagar með litlu stelpuna.

Og til hamingju stúlka að hafa komist í gegnum og sigrast á mjög svo ósanngjörnum inntökuskilyrðum inn í matarklúbbinn Matskák, sem einskorðast hér með við fæðingubarns núverandi fullgildra meðlima.

Ritari og 1. drykkjumaður matarklúbbsins Matskákar Haraldur Ægir Guðmundsson. Salzburg Austria.

4 Comments:

Blogger Doddy said...

Fyrir hönd Stúlku Þórðardóttur þakka ég kærlega fyrir og get sagt með nokkurri vissu að hún bíður með óþreyju eftir fyrsta Matskákarboði sínu. Veitingar munu þá væntanlega samanstanda af þurrmjólk og mauki með peru-og bananabragði. Og þegar halla tekur kveldi og Matskákarmeðlimir eldri orðnir vel við skál, má vonandi treysta á litla HBH til að líta eftir ungum sem öldnum.

Með þökkum

Þórður Sævarsson, nýbakaður faðir og Matskákingur með meiru.

4:31 e.h.

 
Blogger Árdis said...

Innilega til hamingju Þórður Danakonungur og Valgerður Dansdrottning. Þetta eru sérlega mikil gleðitíðindi og vona ég að hin smáa danadansprinsessa hafi það ofurgott nú og sem endranær og í hennar fyrstu matskákargjöf frá mér gef ég henni hér með hamingju og heilbrigði allt hennar líf.

Með kveðju, fyrir hönd Mosverja

Árdís Björk Ármannsdóttir, álfadrottning í Mosfellsdal.

6:43 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir falleg orð í garð okkar elsku dóttur. Takk Árdís fyrir að veita henni þessar höfðinglegu gjafir, fallega hugsað hjá þér.

Það var einhver að biðja um heimilisfangið okkar:

Herlev Hovedgade 95, st.th.
2730 Herlev

Danmark

Knúsíbús

Valgerður

2:47 e.h.

 
Blogger anna said...

Það er ávallt gleðiefni mikið þegar meðlimum fjölgar innan góðs hóps af fólki :)

Kærustu jólakveðjur færum við öllum meðlimum matskákar héðan hinumegin af hnettinum og óskum ykkur öllum hamingju og gleði á nýju ári.

Herra og Frú Sören Von San Diego

9:29 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home