Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, febrúar 13, 2006

þariggi verið að segja manni...

... að það er að verða til íslensk leikkonustjarna í danmörkinni, það þarf að plögga, pé - ell - ööö - gjé - gjé - aaaaaaa.

Koma svo með fréttir hérna takk, virðingarfyllst til danmerkurbúa.

5 Comments:

Blogger Árdis said...

vá ég er spennt - hvað er eignilega að gerast....?????;)

1:11 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Sorrý, ég hefði kannski átt að setja þetta á bloggið, en ég man ekki leyniorðið mitt og æi þú skilur. En allavega, þá fékk ég smá hlutverk í einum þætti af danska Erninum. Þetta var nú bara í einu atriði, en ég fékk samt að segja smá og leika á móti Erninum sjálfum. Ég átti að vera að vinna í móttöku á Hótel Borg. Þetta var rosa gaman, en verður ekki sýnt fyrr en eftir marga mánuði. Já, það er alltaf eitthvað skrýtið og skemmtilegt að gerast......

2:49 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

....eitt í viðbót af því ég er svo forvitin, hvernig fréttuð þið þetta?

2:51 e.h.

 
Blogger Árdis said...

vá - en gaman, þetta er algjör snilld. HLakka ekkert smá til að sjá þetta, þó það verði eftir marga mánuði:)
...og ég hef ekki hugmynd um hvernig Anna frétti þetta.....hún er nú svoddan snápur að hún hefur grafið þetta upp e-s staðar...:)

5:43 e.h.

 
Blogger Þorri said...

váá - geggjað, ég hlakka sömuleiðis mjööög mikið til að sjá þetta. það er alls ekki á hverjum degi sem maður getur sagst þekkja heimsfræga leikkonu....

9:14 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home